Upplýsingatafla

Borgir

311 Borgarnes

sími 435 1505
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Skotveiði er stranglega bönnuð

Borgir Borgarfirði - rétt við verslunina BauluJörðin Borgir í Stafholtstungum, Borgarfirði er mjög vel í sveit sett, liggur í þjóðbraut, eins og sagt var í gamla daga. Hún liggur á milli Svignaskarðs og Munaðarness, á tungu milli Norðurár og Gljúfurár.

Bærinn stendur undir borgum, sem taldar eru bústaðir álfa eða huldufólks, og lygn Norðuráin líður niður, rétt við túnfótinn. Norðurá og Gljúfurá eru m.a. landamerki. Sumir telja þetta bæjarstæði eitt hið fegursta í Borgarfirði. Hvort sem litið er til helstu jökla Borgarfjarðar, fjalla, ása og dala.

Landið er misjafnt að gæðum, eins og gengur og gerist. Þar skiptast á tún, ásar, móar, mýrar, melar og kjarr. Aðeins bregður fyrir votlendi sem er friðað og þar er fjölbreytt fuglalíf.

Jörðin er um 90 km. frá Reykjavík, ef fólk skellir sér í gegnum göngin. Leiðin liggur eftir þjóðvegi nr. 1. Og sú staðreynd hefur gert þetta svæði mjög vinsælt þar sem bæði Norðlendingar og Sunnlendingar eiga oft leið hér um. Þar sem landfræðileg staðsetning er ”inn til landsins” er tíðum mikill hiti og stillur á svæðinu.