Það er jafngaman að segja fréttir í velgengni eins og fátt verður um svör þegar illa árar. Nú eru frábærar fréttir úr laxveiðinni og veiðiréttareigendur keppast við að segja sögur af góðu gengi. Árnar okkar gefa vel af sér og veiðimenn kátir yfir góðum afla. Í fyrra sögðum við minna enda vart nokkur tíðindi að greina frá. Frekar að það væri á þann veginn að það þættu fréttir ef veiddist lax. Svona er náttúran, hálfgert ólíkindatól en gjöful þegar þannig árar.