11Sumarbústaðalóðir í landi Borga eru að mestu lágir hálsar með móum á milli, sem allt ber sín heiti, eins og Græfrur, Djúpasund, Breiðás, Selssund, og svo mætti lengi telja.

Haugaselið. Í sumarbústaðalandinu sjálfu er rúst ein, sem nefnist Haugasel og má ekki hrófla við henni. Ekki er vitað um aldur hennar en fráfærum var hætt hér í byrjun 20. aldar, að talið er. Þar eru líka Þórðar-stapar en engin veit hver þessi Þórður var. Kannski hann hafi aðstoðað Leysingjann við laxveiðarnar?

Lóðirnar eru mismunandi að stærð og gerð og fer verðið eftir því að hluta. Greitt er stofngjald við undirritun leigusamnings og árgjald eftir það. Fyrsta árið er leigulaust. Flestar lóðirnar eru til leigu, einhverjar til sölu. Mikið hefur verið spurt og skoðað þannig að ekki missir sá sem fyrstur fær. Þetta svæði er skipulagt og er ás sem skilur landið frá þjóðveginum, því truflar umferðin ekki íbúa byggðarinnar.

Þar sem birkið og fjalldrapinn grær...
Landið er töluvert vaxið kjarri, mest ber á birki og fjalldrapa. Gljúfurá liðast niður á vestur enda landsins. Svæðið er sérlega sólríkt með gott útsýni til allra átta. Sjá má alla helstu jökla héraðsins, Eiríks- og Langjökul, Okið, Skjaldbreið, Skarðsheiði svo ekki sé minnst á drottningu Borgarfjarðar, Bauluna, sem vakir yfir landinu. Rafmagn er komið á svæðið.