Baula verslun í BorgarfirðiStutt er í alla þjónustu. Baulu-skálinn er við hliðið með verslun, bensín, grill og vínveitingaleyfi.

Í Borgarnes eru 20 km. Þar er heilsugæslan fyrir okkar svæði. Einnig Hyrnutorg-verslunarmiðstöð með ýmsar verslanir, matvöru, verslun með íþróttafatnað, önnur með hestavörur, upplýsingamiðstöð ferðamála, ÁTVR og fleira. Bónus verslun er í Borgarnesi ásamt Hagkaup.  Blómabúð er í neðri hluta bæjarins auk fleiri áhugaverðra staða. Þar er líka flott sundlaug, íþróttahús, Safnahús svo eitthvað sé nefnt.

Golfskáli er á Hamri rétt fyrir ofan Borgarnes, þar er 18 holu golfvöllur og golfhótel, Hótel Hamar. Í Borgarnesi opnaði sumarið 2006. 

Glosvöllurinn Glanni er rétt fyrir ofan sumarbústaðalandið. Þar er níu holu völlur sem mörgum golfurum finnst afar skemmtilegt að spila.

Landnámssetur í Borgarnesi þar sem Egilssögu eru gerð skil á afar skemmtilegan hátt. Þar er einnig hægt að fá leiðsögn um slóðir Skalla-Gríms og Egils.

Sundlaug er á Varmalandi.

Hestaleiga og reiðskóli er að Ölvaldsstöðum.

Garðyrkjustöð er á Laugalandi

Trjáplöntusala á Laufskálum og Þorgautsstöðum þar sem einnig eru seld fjölær- og sumarblóm.

Munaðarnes þar er oft ýmislegt um að vera. 

Bifröst. Þar er háskóli og einnig hótel Bifröst

Hraunsnef. Þar er rekið sveitahótel með gistingu og matsölustað

Matsölustaðir. Baulan er rétt við túnfótinn, þar er hægt að kaupa mat. Einnig í Munaðarnesi og sveitahótelinu á Hraunsnefi, Fossatúni og Fosshótel Reykholti. Hvíti bærinn er við golfvöllinn á Hamri og þar er einnig Hótel Hamar.