Meðfram Norðurá. Mikið er um fallegar gönguleiðir þar sem fetað er í fótspor forfeðranna, því landið er í landnámi Skalla -Gríms, eins og áður segir. Kannski erum við að ganga götur Leysingjans þar sem hann var að spranga við sprænurnar í leit að laxi, ekki síst ef gengið er meðfram Norðurá.

Ganga meðfram Gljúfurá er ekki síðri. Hægt er að ganga upp eða niður með ánni. Ef enidur-med-gljufura-iikki er farið niður í gljúfrin heldur brúninni fylgt, er þetta þægileg gönguleið fyrir alla. Hægt er að sulla í Gljúfurá þar sem hún breiðir úr sér við sumarbústaðalandið. Fleiri gönguleiðir eru í nágrenninu sem sjá má á gönguleiðakorti sem gefið hefur verið út og hægt er að nálgast í Baulunni.

Lífríkið. Fugla- og dýralíf er fjölbreytt enda er svæðið friðað og flestar perlur íslenskrar flóru vaxa hér. Sjá má örn og smyril flögra yfir á góðri stundu ásamt stöku uglu og einnig heyrist stundum gaggið í láfótu þegar kyrrðin færist yfir. Lóan og spóin eiga sér hreiður í móanum og rjúpan trítlar inn á milli hrísla.

Lax- og silungsveiði. Gljúfurá og Norðurá eru báðar þekktar laxveiðiár
Landeigendur selja ekki veiðileyfi í þær en skorað er á listhafendur að kynna sér málið. Í Langavatni er silungsvon og eru seld veiðileyfi í það hér að Borgum og einnig er veiðileyfi í Langavatni með í Veiðikortinu, ef fólk kaupir það. Einnig er von um veiði í Hreðavatni. Fleiri veiðivötn eru í héraðinu, en þau eru lengra í burtu.

Hagaganga. Semja má við landeigendur um að taka hesta í hagagöngu gegn gjaldi.

Skotveiði. Öll skotveiði er stranglega bönnuð í landi Borga.